Sundmennirnir Erla Dögg Haraldsdóttir, Birkir Már Jónsson, Árni Már Árnason og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir kepptu í deildarkeppnum með háskólum sínum í Bandaríkjunum nú um helgina þar sem Árni Már og Jóhanna Gerða fóru mikinn.
Jóhanna Gerða keppti í Sun Belt mótaröðinni sem fram fór í Rockwall í Texas og vann allar sína greinar, 200 jarda fjórsund, 200 jarda skriðsund og 200 jarda baksund á 1 mínútu 54 sekúndum og 40 sekúndubrotum sem er 13. besti tími ársins í Bandaríkjunum.
Jóhanna tryggði sér þátttökurétt í NCAA mótinu sem fram fer eftir tvær vikur og hún setti fjögur skólamet, tvö mótsmet og tvö SGC met. Hún var jafnframt valinn sundamaður ársins í Sun Belt mótaröðinni. Randy Horner þjálfari Jóhönnu var auk þess valinn þjálfari ársins í mótaröðinni.
Árni Már setti þrjú skólamet fyrir Old Dominion háskólann og var útnefndur sundmaður ársins í sinni mótaröð.
