Sport

Tebow neitaði að spila | Á förum frá Jets

vísir/getty
Tímabilið hefur verið erfitt fyrir undrabarnið og Guðsmanninn Tim Tebow. Hann var fenginn til NY Jets fyrir tímabilið en hefur nánast ekkert verið notaður þó svo aðalleikstjórnandi liðsins, Mark Sanchez, hafi ekkert getað.

Sanchez var hent á bekkinn um helgina og í stað þess að láta Tebow spila ákvað þjálfarinn, Rex Ryan, að byrja með þriðja leikstjórnanda liðsins, Greg McElroy.

Tebow var svo ósáttur við þessa ákvörðun þjálfarans að hann er sagður hafa neitað að spila um helgina. Hann kom ekkert við sögu í 27-17 tapi gegn San Diego.

ESPN segir klárt mál að Tebow fari frá Jets eftir tímabilið og muni semja við Jacksonville en hann er einmitt þaðan.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×