Björgunarsveitarmenn þurftu að hörfa Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. desember 2012 20:54 Sannkallað vonskuveður gekk yfir Vestfirði í dag en vindhraði mældist 51 metri á sekúndu í mestu hviðunum. Ísafjarðarbær er að hluta án rafmagns og þurftu björgunarsveitir frá að hverfa í dag vegna veðurs. Óveðrið sem gengið hefur yfir landið hefur víða ollið rafmagnsleysi og er Ísafjarðarbær að hluta án rafmagns og þá er einnig heitavatnslaust í bænum. Víðir Reynisson deildarstjóri hjá Almannavörnum segir að þó veðrið hafi náð hámarki á Vestfjörðum sé þar enn bálhvasst. „Vestast á vestfjörðum er veður svona aðeins farið að ganga niður en er mjög slæmt á flestum stöðum. Það hefur ekki náð hámarki síðan þegar austar og norðar dregur þannig að það er ennþá mjög slæmt veður á norðurlandi," segir Víðir Og hvað rafmagnsleysið varðar segir Víðir: „Þetta hefur haft mjög mikil áhrif á öllum vestfjörðum og hluta Snæfellssness. Afleiðingarnar eru meðal annars að það vantar heitt vatn og síðan það sem við höfum verið að skoða síðustu klukkustundirnar eru áhrifin á fjarskiptakerfin, það eru farsímasendar að detta út og margar mikilvægar miðstöðvar í fastlínukerfinu eru á varaafli sem endist ekki að eilífu. Við erum að vonast til að halda þeim gangandi þannig að við höldum að minnsta kosti landlínukerfinu inni." Björgunarsveitir hafa víða verið að störfum en ástandið róaðist vestantil þegar líða tók á daginn. Tjónið hefur sem betur fer hvergi verið mjög mikið, helst að þakplötur hafi losnað og rúður brotnað. Sigurjón Sveinsson er formaður björgunarsveitarinnar á Bolungarvík: „Það var strembið í morgun og aftur nú seinni partinn. Bárujárnsplötur hafa verið að fjúka og eitthvað lauslegt," segir Sigurjón. Í dag var snjóflóðahættu aflétt af þremur götum á Patreksfirði og því gátu fimmtíu og tveir íbúar snúið heim aftur í dag. Að sögn Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar hefur ekki verið mjög hvasst í bænum en þó fauk upplýsingaskilti Vegagerðarinnar um koll í nótt. Og á bænum Hóli í Önundarfirði stóð bóndinn Jónatan Magnússon í ströngu þegar þak á kálfafjósi hans var við það að hrynja undan snjóþunga. Björgunarsveitin var kölluð til en þurfti frá að hverfa vegna ófærðar. „Ég veit ekki hvað þeir voru búnir að vera lengi, allavega þrjá tíma að harka þetta en síðan þurfti að senda þá til baka. Þetta þýddi ekkert," segir Jónatan.Sp. blm. Og þið hafið fengið einhverja hjálp frá gestum? „Jú, bróðir minn var hérna um jólin og systir mín og fjölskyldan hennar. Það var búið að snjóa um það bil meter í gær og síðan rigndi svolítið í gær. Þá kom mikill þungi á þakið. Ég hef ekki séð þetta svona slæmt síðan 1995" Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Sannkallað vonskuveður gekk yfir Vestfirði í dag en vindhraði mældist 51 metri á sekúndu í mestu hviðunum. Ísafjarðarbær er að hluta án rafmagns og þurftu björgunarsveitir frá að hverfa í dag vegna veðurs. Óveðrið sem gengið hefur yfir landið hefur víða ollið rafmagnsleysi og er Ísafjarðarbær að hluta án rafmagns og þá er einnig heitavatnslaust í bænum. Víðir Reynisson deildarstjóri hjá Almannavörnum segir að þó veðrið hafi náð hámarki á Vestfjörðum sé þar enn bálhvasst. „Vestast á vestfjörðum er veður svona aðeins farið að ganga niður en er mjög slæmt á flestum stöðum. Það hefur ekki náð hámarki síðan þegar austar og norðar dregur þannig að það er ennþá mjög slæmt veður á norðurlandi," segir Víðir Og hvað rafmagnsleysið varðar segir Víðir: „Þetta hefur haft mjög mikil áhrif á öllum vestfjörðum og hluta Snæfellssness. Afleiðingarnar eru meðal annars að það vantar heitt vatn og síðan það sem við höfum verið að skoða síðustu klukkustundirnar eru áhrifin á fjarskiptakerfin, það eru farsímasendar að detta út og margar mikilvægar miðstöðvar í fastlínukerfinu eru á varaafli sem endist ekki að eilífu. Við erum að vonast til að halda þeim gangandi þannig að við höldum að minnsta kosti landlínukerfinu inni." Björgunarsveitir hafa víða verið að störfum en ástandið róaðist vestantil þegar líða tók á daginn. Tjónið hefur sem betur fer hvergi verið mjög mikið, helst að þakplötur hafi losnað og rúður brotnað. Sigurjón Sveinsson er formaður björgunarsveitarinnar á Bolungarvík: „Það var strembið í morgun og aftur nú seinni partinn. Bárujárnsplötur hafa verið að fjúka og eitthvað lauslegt," segir Sigurjón. Í dag var snjóflóðahættu aflétt af þremur götum á Patreksfirði og því gátu fimmtíu og tveir íbúar snúið heim aftur í dag. Að sögn Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar hefur ekki verið mjög hvasst í bænum en þó fauk upplýsingaskilti Vegagerðarinnar um koll í nótt. Og á bænum Hóli í Önundarfirði stóð bóndinn Jónatan Magnússon í ströngu þegar þak á kálfafjósi hans var við það að hrynja undan snjóþunga. Björgunarsveitin var kölluð til en þurfti frá að hverfa vegna ófærðar. „Ég veit ekki hvað þeir voru búnir að vera lengi, allavega þrjá tíma að harka þetta en síðan þurfti að senda þá til baka. Þetta þýddi ekkert," segir Jónatan.Sp. blm. Og þið hafið fengið einhverja hjálp frá gestum? „Jú, bróðir minn var hérna um jólin og systir mín og fjölskyldan hennar. Það var búið að snjóa um það bil meter í gær og síðan rigndi svolítið í gær. Þá kom mikill þungi á þakið. Ég hef ekki séð þetta svona slæmt síðan 1995"
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira