Erlent

Drukkinn skipstjóri nær búinn að sigla skipi sínu upp í fjöru

Minnstu munaði að drukkinn skipstjóri á pólsku flutningaskipi sigldi skipinu upp í fjöru skammt frá Helsingör á Norður Sjálandi í nótt.

Danska strandgæslan sá hvert skipið stefndi og sendi eina af þyrlum sínum að því til að koma í veg fyrir strandið. Það tókst en í framhaldinu vöknuðu grunsemdir um að skipstjórinn væri ölvaður. Því var lögreglan kölluð til og handtók hún skipstjórann enda var hann áberandi ölvaður þegar lögreglan kom um borð í skipið.

Í frétt um málið í Politiken segir að rekja megi annað hvert strand skipa við Danmörku á undanförnum 15 árum til þess að skipstjórnendur voru ölvaðir í brúnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×