Erlent

Gífurleg fjölgun á prófessorum í Danmörku

Gífurlega fjölgun hefur orðið á prófessorum í Danmörku á undanförnum árum. Þannig voru þeir 1.440 talsins árið 2007 en eru orðnir tæplega 2.000 talsins í ár.

Þetta kemur fram í úttekt í Kristeligt Dagblad. Þar segir að skýringarnar á þessu séu einkum tvær. Sú fyrri er að alltof fáar prófessorstöður voru til staðar í landinu fyrir nokkrum árum miðað við önnur lönd. Sú síðari er aukin samkeppni milli háskóla landsins um að fá góða vísindamenn til liðs við sig en þá er oft sköpuð fyrir þá prófessorsstaða til að lokka þá frá öðrum háskólum.

Athygli vekur að frá árinu 2007 hefur fjöldi lektora við danska háskóla hinsvegar staðið í stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×