Erlent

Strætóbílstjóri verður varaforseti Venesúela

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur tilnefnt Nicolas Maduro sem nýjan varaforseta sinn. Mun Maduro því taka við stjórnartaumunum í landinu fari svo að barátta Chavez við krabbamein valdi því að hann verði að láta af embætti forseta.

Maduro er einn nánasti samstarfsmaður forsetans. Hann er fyrrverandi strætóbílstjóri en vann sig upp í flokki Chavez, Sameinaða sósíalistaflokknum.

Fráfarandi varaforseti, Elias Jaua, hefur fengið það hlutverk að bjóða sig fram til embættis héraðsstjóra í Miranda héraðinu, en kosið verður um þá stöðu í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×