Erlent

Ríkisstyrkt framhjáhald í uppsiglingu í Danmörku

Reikna má með aukningu á játningum um framhjáhaldi með tilheyrandi hjónaskilnuðum í Danmörku á næstunni. Sú aukning verður þó öll í orði en ekki á borði.

Fjallað er um málið í Ekstra Bladet undir fyrirsögninni: Ríkisstyrkt framhjáhald. Þar segir að framhjáhald sé leiðin til þess að fá meira fé út úr félagslega kerfinu þegar fólk fer af atvinnuleysisbótum og yfir í félagslega fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sínu. Danir hyggjast minnka réttinn til atvinnuleysisbóta um eitt ár við næstu áramót eins og Íslendingar.

Reglurnar um félagslega aðstoð eru þannig að það getur munað allt að 23.000 dönskum krónum, eða nær hálfri milljón kr. á mánuði hvort fólk er gift eða einhleypt þegar kemur að félagslegu aðstoðinni. Upphæðin er því hærri sem fleiri börn eru til staðar á heimilinu.

Hinsvegar taka hjónaskilnaðir í Danmörku þrjá til sex mánuði undir eðlilegum kringumstæðum. Ein undantekning finnst þó og það er ef annað hjónanna játar framhjáhald. Þá er hægt að skilja samdægurs. Og þar sem slíkur skilnaður kostar aðeins 500 danskar krónur er hagnaðurinn augljós fyrir hjón sem eru að lenda á framfæri sveitarfélags síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×