Erlent

Romney mælist með meira fylgi en Obama

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að Mitt Romey mælist nú með meira fylgi en Barack Obama í baráttu þeirra um forsetaembættið.

Könnunin, sem unnin var af Pew stofnuninni sýnir að fylgi Romney er nú 49% en Obama er með 45% fylgi.

Það er greinilegt að fyrsta sjónvarpseinvígi þeirra tveggja hefur gefið Romney byr undir báða vængi því í samskonar könnun Pew fyrir einvígi þeirra mældist Obama með 51% fylgi en Romney með 43%.

Obama hefur viðurkennt að hann hafi beðið ósigur fyrir Romney í einvíginu og staðið sig illa í því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×