Innlent

Skopmyndateiknarar túlka aðstæður Þorgerðar á sama hátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Túlkun Halldórs Baldurssonar á aðstæðum Þorgerðar Katrínar.
Túlkun Halldórs Baldurssonar á aðstæðum Þorgerðar Katrínar.
Skopmyndateiknarar Fréttablaðsins og Morgunblaðsins virðast túlka ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, með sama nefi ef marka má myndir þeirra í blöðunum í dag. Þorgerður Katrín sagði í viðtalsþættinum Klinkinu hér á Vísi á sunnudaginn að Sjálfstæðisflokkurinn mætti ekki einangra sig yst á hægri vængnum og verða Teboðshreyfing Íslands.

Þeir Halldór Baldursson teiknari á Fréttablaðinu og Helgi Sigurðsson teiknari á Morgunblaðinu gripu báðir ummælin á lofti og gerðu þeim skil með nánast sama hætti í blöðum dagsins. Á báðum myndum má sjá Þorgerði Katrínu þar sem hún er í teboði og situr undir skömmum. Í mynd Morgunblaðsins situr hún undir skömmum Jóhannesar Þórs Skúlasonar aðstoðarmanns en í skopmynd Fréttablaðsins situr hún undir skömmum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Á báðum myndum svífur svo andi ævintýrisins Lísu í Undralandi yfir vötnum.

Mynd Morgunblaðsins er mjög lík myndinni sem birtist í Fréttablaðinu.
Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem teiknararnir Halldór og Helgi fanga málefni líðandi stundar með mjög sambærilegum myndum.



Hér má svo sjá
fyrirmynd beggja skopmyndateiknaranna úr ævintýrinu um Lísu í Undralandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×