Gunnar Nelson æfir stíft fyrir UFC 13. september 2012 16:00 Bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir fyrsta UFC-bardaga sinn sem fram fer í Nottingham á Englandi þann 29. september. Andstæðingur Gunnars er Þjóðverjinn Pascal Krauss sem hefur viðurnefnið "Skriðdrekinn". Krauss var veltivigtarmeistari Cage Warriors áður en hann gekk til liðs við UFC og er jafnframt fyrrum unglingameistari Þjóðverja í hnefaleikum. Hann hafnaði meðal annars í öðru sæti á þýska meistaramótinu í hnefaleikum, en úrslitabardaginn þar var eina tap hans á 18 bardaga ferli í hnefaleikum. Krauss hefur unnið tíu bardaga sem atvinnumaður í MMA. Eina tap hans var gegn hinum geysisterka John Hathaway en Krauss hafði þá verið frá keppni í tæpa 18 mánuði vegna alvarlegra axlarmeiðsla. Krauss tapaði á dómaraúrskurði og hefur því aldrei verið stöðvaður á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Gunnar Nelson hefur verið við stífar æfingar undanfarnar vikur. Hann var meðal annars við æfingar hjá MMA-goðsögninni Renzo Gracie í New York og æfði þar meðal annars með Georges St-Pierre, UFC-meistaranum í veltivigt. Undanfarna daga hefur Gunnar hins vegar verið við æfingar hér heima ásamt keppnisliði bardagaklúbbsins Mjölnis. John Kavanagh, aðalþjálfari Gunnars og nýráðinn yfirþjálfari Mjölnis, hefur verið Gunnari innan handar en hann er margreyndur þjálfari í MMA. Bardagi Gunnars fer sem fyrr segir fram þann 29. september og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Gunnar á æfingu með keppnisliði Mjölnis sem og valin brot úr bardögum hans og Árna "úr járni" Ísakssonar. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, á heiðurinn af myndbandinu. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir fyrsta UFC-bardaga sinn sem fram fer í Nottingham á Englandi þann 29. september. Andstæðingur Gunnars er Þjóðverjinn Pascal Krauss sem hefur viðurnefnið "Skriðdrekinn". Krauss var veltivigtarmeistari Cage Warriors áður en hann gekk til liðs við UFC og er jafnframt fyrrum unglingameistari Þjóðverja í hnefaleikum. Hann hafnaði meðal annars í öðru sæti á þýska meistaramótinu í hnefaleikum, en úrslitabardaginn þar var eina tap hans á 18 bardaga ferli í hnefaleikum. Krauss hefur unnið tíu bardaga sem atvinnumaður í MMA. Eina tap hans var gegn hinum geysisterka John Hathaway en Krauss hafði þá verið frá keppni í tæpa 18 mánuði vegna alvarlegra axlarmeiðsla. Krauss tapaði á dómaraúrskurði og hefur því aldrei verið stöðvaður á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Gunnar Nelson hefur verið við stífar æfingar undanfarnar vikur. Hann var meðal annars við æfingar hjá MMA-goðsögninni Renzo Gracie í New York og æfði þar meðal annars með Georges St-Pierre, UFC-meistaranum í veltivigt. Undanfarna daga hefur Gunnar hins vegar verið við æfingar hér heima ásamt keppnisliði bardagaklúbbsins Mjölnis. John Kavanagh, aðalþjálfari Gunnars og nýráðinn yfirþjálfari Mjölnis, hefur verið Gunnari innan handar en hann er margreyndur þjálfari í MMA. Bardagi Gunnars fer sem fyrr segir fram þann 29. september og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Gunnar á æfingu með keppnisliði Mjölnis sem og valin brot úr bardögum hans og Árna "úr járni" Ísakssonar. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, á heiðurinn af myndbandinu.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Sjá meira