Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Breiðablik 2-4 Stefán Hirst Friðriksson á Grindavíkurvelli skrifar 3. september 2012 15:09 Grindvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsi-deildinni eftir enn eitt stórtapið í sumar. Að þessu sinni á heimavelli gegn Breiðablik sem hefur ekkert gengið að skora í sumar. Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna en spilamennska Grindvíkinga var hrein hörmung og virðist vera sem leikmenn liðsins hafi ekki lengur trú á því að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Breiðablik lék á alls oddi í hálfleiknum og tókst þeim að setja boltann fjórum sinnum í netið í honum. Þar voru að verki Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson og Rafn Andri Haraldsson og leikurinn því í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Einhverja þýðingu hafa orð Guðjóns Þórðarssonar haft á heimamenn í hálfleik því að liðið mætti betur stemmt til leiks í honum og tókst þeim að minnka muninn strax í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Óli Baldur Bjarnason eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur í kjölfarið og það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði annað mark heimamanna með góðum skalla. Lengra komust heimamenn ekki og 4-2 útisigur Breiðabliks því staðreynd. Útlitið er vægast sagt dökk hjá Grindvíkingum en líkurnar á að þeir muni vera í Pepsi-deildinni að ári eru hverfandi.Guðjón: Vinnum ekki ef menn hafa ekki trú á þessu „Ég veit ekki hvað gerist í fyrri hálfleiknum. Það var einhvernveginn ekkert sem gekk upp hjá okkur og því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn var ágætur en við vorum búnir að kasta leiknum frá okkur eftir fyrri hálfleikinn," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvað veldur þessari frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þetta var allt saman hálfandlaust og það virðist vera sem svo að menn hafi ekki lengur trú á verkefninu. Ef menn trúa því ekki fyrirfram að þeir geti unnið fótboltaleiki eru þeir aldrei að fara að vinna þá," bætti Guðjón við. „Þetta lítur ekki vel út. Líkurnar á því að við náum að halda sæti okkar í deildinni fara minnkandi. Leikurinn í kvöld og leikurinn á móti Selfyssingum voru algjörir lykilleikir fyrir okkur en maður veit aldrei hvað getur gerst í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Ánægður með stigin þrjú „Þetta var flott frammistaða hjá okkur. Við erum búnir að klára þennan leik eftir fyrri hálfleikinn og gáfu menn aðeins eftir í þeim síðari en ég er ánægður með stigin þrjú," sagði Ólafur. „Menn þurfa að vera skynsamir í seinni hálfleiknum og reyndum við það en við höfum kannski ekki alveg reynsluna í það ennþá. Aðalatriðið í þessu er hinsvegar að við náðum í þrjú stig," bætti Ólafur við. „Okkur líst bara vel á framhaldið og stefnum við að sjálfsögðu á að vinna restina af okkar leikjum," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Grindvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsi-deildinni eftir enn eitt stórtapið í sumar. Að þessu sinni á heimavelli gegn Breiðablik sem hefur ekkert gengið að skora í sumar. Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna en spilamennska Grindvíkinga var hrein hörmung og virðist vera sem leikmenn liðsins hafi ekki lengur trú á því að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Breiðablik lék á alls oddi í hálfleiknum og tókst þeim að setja boltann fjórum sinnum í netið í honum. Þar voru að verki Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson og Rafn Andri Haraldsson og leikurinn því í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Einhverja þýðingu hafa orð Guðjóns Þórðarssonar haft á heimamenn í hálfleik því að liðið mætti betur stemmt til leiks í honum og tókst þeim að minnka muninn strax í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Óli Baldur Bjarnason eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur í kjölfarið og það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði annað mark heimamanna með góðum skalla. Lengra komust heimamenn ekki og 4-2 útisigur Breiðabliks því staðreynd. Útlitið er vægast sagt dökk hjá Grindvíkingum en líkurnar á að þeir muni vera í Pepsi-deildinni að ári eru hverfandi.Guðjón: Vinnum ekki ef menn hafa ekki trú á þessu „Ég veit ekki hvað gerist í fyrri hálfleiknum. Það var einhvernveginn ekkert sem gekk upp hjá okkur og því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn var ágætur en við vorum búnir að kasta leiknum frá okkur eftir fyrri hálfleikinn," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvað veldur þessari frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þetta var allt saman hálfandlaust og það virðist vera sem svo að menn hafi ekki lengur trú á verkefninu. Ef menn trúa því ekki fyrirfram að þeir geti unnið fótboltaleiki eru þeir aldrei að fara að vinna þá," bætti Guðjón við. „Þetta lítur ekki vel út. Líkurnar á því að við náum að halda sæti okkar í deildinni fara minnkandi. Leikurinn í kvöld og leikurinn á móti Selfyssingum voru algjörir lykilleikir fyrir okkur en maður veit aldrei hvað getur gerst í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Ánægður með stigin þrjú „Þetta var flott frammistaða hjá okkur. Við erum búnir að klára þennan leik eftir fyrri hálfleikinn og gáfu menn aðeins eftir í þeim síðari en ég er ánægður með stigin þrjú," sagði Ólafur. „Menn þurfa að vera skynsamir í seinni hálfleiknum og reyndum við það en við höfum kannski ekki alveg reynsluna í það ennþá. Aðalatriðið í þessu er hinsvegar að við náðum í þrjú stig," bætti Ólafur við. „Okkur líst bara vel á framhaldið og stefnum við að sjálfsögðu á að vinna restina af okkar leikjum," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira