Sport

Bannað að vera í Peyton Manning-treyju í Colorado

Þessi klæðnaður er á bannlista í Colorado.
Þessi klæðnaður er á bannlista í Colorado. vísir/getty
Nemandi í þriðja bekk í Colorado-fylki í Bandaríkjunum var rekinn úr tíma og sendur heim til þess að skipta um föt eftir að hann mætti Denver Broncos-treyju merktri Peyton Manning.

Þessi aðgerð hefur reyndar ekkert með andúð á Manning að gera heldur er nemendum í bænum Englewood meinað að mæta í fatnaði með ákveðnum númerum í skólann.

Ástæðan er sú að númerin tengjast klíkum í bænum og voru lögin sett fyrir þremur árum síðan.

Númerin sem eru bönnuð eru 13,14, 18, 31, 41 og 81. Númerið 18 stendur til að mynda fyrir "18th street gang."

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×