Lífið

Emma Watson og kærastinn

myndir/cover media
Íslandsvinurinn og leikkonan Emma Watson, 22 ára, naut sín með kærastanum Will Adamowicz á rómantískri göngu um götur Lundúna í gær. Hún var klædd í röndótta peysu og gallabuxur eins og sjá má á myndunum. Eins og alþjóð veit var leikkonan stödd hér á landi við tökur á myndinni Noah í leikstjórn Darren Aronofsky. Emma var mjög dugleg að segja vinum sínum á samskiptasíðunni Twitter frá dvöl sinni hér á landi. Hún dýrkar til að mynda íslensku hljómsveitina Of Monsters and Men en hvort kærastinn geri það líka er ekki vitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.