Lífið

Engir stjörnustælar

mynd/einkasafn Eddu
Það var þétt setið í brekkunni í Eyjum þarsíðustu helgi á vel heppnaðri Þjóðhátíð. Mörg þjóðþekkt andlit sáust á hátíðinni en á samskiptasíðunni Facebook mátti sjá fjölda mynda af Íslendingum stilla sér upp með fræga fólkinu. Meðal þeirra voru sjónvarpskonan Eva María Jónsdóttir en hún mætti ásamtsambýlismanni sínum Sigurpáli Scheving og öllum börnum þeirra. Einnig sást til lottóstjórnandans Vignis Freys Andersen í brekkunni í góðum félagsskap. Anna Lilja Johansen skemmti sér einnig vel ásamt sambýlismanni sínum og lögfræðingnum Vilhjálmi Vilhjálmssyni og svo mátti sjá vinina Sverri Bergmann, Auðunn Blöndal, Hjörvar Hafliðason og Egil Einarsson í góðum gír.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Jón Jónsson tónlistarmann stilla sér upp með fögrum fljóðum, þeim Lilju Huld og Eddu.

„Hann er gull af manni þessi drengur og ekkert nema elskulegheitin þegar þessi mynd var tekin," svarar Lilja Huld spurð hvernig myndatakan lagðist í Jón á Þjóðhátíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.