Fótbolti

Maradona vill starfa í Kína

Diego Maradona
Diego Maradona Nordic Photos / Getty Images
Diego Maradona, sem á sínum tíma var besti knattspyrnumaður heims, hefur áhuga á að fá þjálfarastarf í Kína. Argentínumaðurinn mun á næstum dögum taka þátt í verkefni á vegum góðgerðasamtaka og hefur hinn 54 ára gamli Maradona lýst yfir áhuga á að fá starf þar í landi.

Maradona var á dögunum rekinn úr starfi sem þjálfari hjá Al Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. „Ég hef áhuga á að þjálfa í Kína, og ég vil fá að taka þátt í uppbyggingunni hér í landi," sagði Maradona við komuna til Kína. Kínverska dagblaðið China Daily greinir frá því að Maradona muni hitta forsvarsmenn kínverska knattspyrnusambandsins í ferðinni en hann hefur áhuga á að fá tækifæri til þess að þjálfa kínverska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×