Erlent

Eilíft líf árið 2045?

Rússneskur vísindamaður vonast til að geta boðið mannkyni eilíft líf innan 33 ára. Hann leitar nú á náðir auðugustu einstaklinga veraldar í þeirri von um að þeir styrki verkefnið. Í staðinn lofar hann þeim eilíft líf sér að kostnaðarlausu.

Dmitry Itskov kallar verkefnið 2045 en hann vonast til að uppfylla loforð sín um ódauðleika mannkyns á því ári.

Vísindamaðurinn mun beita nýjustu framförum taugavísinda og vélfærafræði til að framkalla eilíft líf. Með þessari aðferð mun einstaklingurinn geta lifað að eilífu sem stafræn heilmynd.

Heilmyndir verða tengdar gerviheila sem inniheldur vitund einstaklingsins.

Verkefnið hljómar sannarlega eins og vísindaskáldskapur er Itskov er fúlasta alvara. Hann hefur nú safnað að sér nokkrum af færustu vísindamönnum Rússlands og nú þegar eru tilraunir hafnar.

En fjármagn vantar. Itskov hefur því ritað opinbert bréf til þeirra sem eru á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga veraldar.

Hægt er að nálgast bréfið hér. Þá má finna frekari upplýsingar um verkefnið á heimasíðunni þess, 2045.

Þá má einnig nálgast kynningarmyndband fyrir 2045 hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×