Sprengjum rigndi í Aleppo í nótt 5. ágúst 2012 09:30 Frá Aleppo í Sýrlandi mynd/afp Sprengjum stjórnarhersins í Sýrlandi hefur ringt yfir borgina Aleppo í nótt og í morgun. Fjöldi uppreisnarmanna hefur hörfað úr borginni en þeir sem eftir eru búa sig undir stórbardaga. Fréttamaður Reuters á svæðinu segist hafa orðið vitni að hörðum átökum þar sem sprengjum var varpað í Salaheddine héraði, sem er eins konar hlið inn í Aleppo og eitt helsta vígi uppreisnarmanna. Um tuttugu þúsund stjórnarhermenn hafa nú umkringt borgina og eru uppreisnarmenn sagðir búast við hinu versta.. Stjórnarhermenn ráðast að borginni með skriðdrekum og stórvopnuðum þyrlum sem ætlað er að brjóta vörnina á bak aftur. Þykir ljóst að þetta stefnir í uppgjör í þessari stærstu borg Sýrlands þar sem barist hefur verið í sautján mánuði. Sýrlandsstjórn segist hafa brotið sókn uppreisnarmanna á bak aftur í höfuðborginni Damaskus en þar rétt fyrir utan rændu vopnaðir menn fjörutíu og átta írönskum pílagrímum í gærkvöldi. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á mannráninu. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmdi á föstudag stjórn Assads fyrir að beita þungavopnum á almenning og hefur skorað á öryggisráðið að grípa til aðgerða, en Ísland er á meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem hundrað þrjátíu og þrjú ríki samþykktu. Samkvæmt Mannréttindavakt Sýrlands létust tæplega 4300 í síðasta mánuði hið minnsta þar á meðal 3000 óbreyttir borgarar. Talið er að yfir 20 þúsund hafi fallið frá því að uppreisnin gegn stjórnvöldum í landinu hófst í mars á síðasta ári. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Sprengjum stjórnarhersins í Sýrlandi hefur ringt yfir borgina Aleppo í nótt og í morgun. Fjöldi uppreisnarmanna hefur hörfað úr borginni en þeir sem eftir eru búa sig undir stórbardaga. Fréttamaður Reuters á svæðinu segist hafa orðið vitni að hörðum átökum þar sem sprengjum var varpað í Salaheddine héraði, sem er eins konar hlið inn í Aleppo og eitt helsta vígi uppreisnarmanna. Um tuttugu þúsund stjórnarhermenn hafa nú umkringt borgina og eru uppreisnarmenn sagðir búast við hinu versta.. Stjórnarhermenn ráðast að borginni með skriðdrekum og stórvopnuðum þyrlum sem ætlað er að brjóta vörnina á bak aftur. Þykir ljóst að þetta stefnir í uppgjör í þessari stærstu borg Sýrlands þar sem barist hefur verið í sautján mánuði. Sýrlandsstjórn segist hafa brotið sókn uppreisnarmanna á bak aftur í höfuðborginni Damaskus en þar rétt fyrir utan rændu vopnaðir menn fjörutíu og átta írönskum pílagrímum í gærkvöldi. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á mannráninu. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmdi á föstudag stjórn Assads fyrir að beita þungavopnum á almenning og hefur skorað á öryggisráðið að grípa til aðgerða, en Ísland er á meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem hundrað þrjátíu og þrjú ríki samþykktu. Samkvæmt Mannréttindavakt Sýrlands létust tæplega 4300 í síðasta mánuði hið minnsta þar á meðal 3000 óbreyttir borgarar. Talið er að yfir 20 þúsund hafi fallið frá því að uppreisnin gegn stjórnvöldum í landinu hófst í mars á síðasta ári.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira