Pistillinn: Til hvers að senda íslenska sundfólkið á Ólympíuleika? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 08:00 Mynd/Valli Fremsta sundfólk landsins lauk fyrir helgi þátttöku á Ólympíuleikunum í London. Engin íslenskur keppandi náði í úrslit og aðeins voru sett tvö Íslandsmet á leikunum. Vonbrigði að mati margra. Spurningunni í fyrirsögninni hef ég heyrt varpað fram á ólíkum tímapunktum af mismunandi aðilum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Báðum þótti árangur sundfólksins það lélegur að ástæða var til að velta því fyrir sér hvort íþróttamennirnir hefðu ekki betur heima setið. Veit ég að fleiri deila þeirri skoðun. Íslenska sundfólkið og aðrir Ólympíufarar unnu sér inn þátttökurétt á leikunum ýmist með því að ná Ólympíulágmarki eða Ólympíuviðmiði. Með því varð langþráður draumur þeirra að veruleika og uppskera þrotlausrar vinnu skilaði sér í hús. Hjá sumum varð draumurinn að veruleika í fyrsta skipti en aðrir urðu þess heiðurs aðnjótandi að endurnýja kynnin við stærsta íþróttaviðburð heimsins. Hvers vegna ætti það einu sinni að koma til greina að senda ekki fremsta íþróttafólk landsins í keppni þeirra bestu þegar það hefur unnið sér rétt til þess? Hvers lags skilaboð væru það til ungra iðkenda sem horfa til Ólympíuleika framtíðarinnar? Ég legg það í efa að Ólympíusambönd annarra þjóða velti þeirri spurningu fyrir sér þótt íþróttamenn þeirra, sem náð hafa lágmörkum, eigi ekki möguleika á verðlaunum. Sé viðmiðið það að enginn tilgangur sé að senda íslenskt afreksfólk, sem ekki sé líklegt til afreka á Ólympíuleika, þarfnast ýmislegt endurskoðunar. Hvers vegna að skrá karlalandsliðið í knattspyrnu til þátttöku í undankeppni Evrópu- og heimsmeistaramóts? Möguleikinn er lítill sem enginn og úrslitin yfirleitt vonbrigði á vonbrigði ofan. Ég verð þó sá síðasti til að stinga upp á því enda vangaveltan jafnfáránleg og fyrirsögn þessa pistils. Ólympíufarar Íslands hafa unnið fyrir þátttökurétti sínum á leikunum og hvort sem þeim tekst vel upp eða ekki er engin ástæða til að velta fyrir sér rétti þeirra á þátttöku. Auðvitað eru það vonbrigði í þeim tilfellum sem rjómi íslensks íþróttafólks stendur ekki undir, oft miklum og stundum óraunhæfum, væntingum. Bæði fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk en ennþá frekar fyrir afreksfólkið sjálft sem þráir ekkert heitar en að standa sig vel fyrir land og þjóð. Pistillinn Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Leik lokið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ Sjá meira
Fremsta sundfólk landsins lauk fyrir helgi þátttöku á Ólympíuleikunum í London. Engin íslenskur keppandi náði í úrslit og aðeins voru sett tvö Íslandsmet á leikunum. Vonbrigði að mati margra. Spurningunni í fyrirsögninni hef ég heyrt varpað fram á ólíkum tímapunktum af mismunandi aðilum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Báðum þótti árangur sundfólksins það lélegur að ástæða var til að velta því fyrir sér hvort íþróttamennirnir hefðu ekki betur heima setið. Veit ég að fleiri deila þeirri skoðun. Íslenska sundfólkið og aðrir Ólympíufarar unnu sér inn þátttökurétt á leikunum ýmist með því að ná Ólympíulágmarki eða Ólympíuviðmiði. Með því varð langþráður draumur þeirra að veruleika og uppskera þrotlausrar vinnu skilaði sér í hús. Hjá sumum varð draumurinn að veruleika í fyrsta skipti en aðrir urðu þess heiðurs aðnjótandi að endurnýja kynnin við stærsta íþróttaviðburð heimsins. Hvers vegna ætti það einu sinni að koma til greina að senda ekki fremsta íþróttafólk landsins í keppni þeirra bestu þegar það hefur unnið sér rétt til þess? Hvers lags skilaboð væru það til ungra iðkenda sem horfa til Ólympíuleika framtíðarinnar? Ég legg það í efa að Ólympíusambönd annarra þjóða velti þeirri spurningu fyrir sér þótt íþróttamenn þeirra, sem náð hafa lágmörkum, eigi ekki möguleika á verðlaunum. Sé viðmiðið það að enginn tilgangur sé að senda íslenskt afreksfólk, sem ekki sé líklegt til afreka á Ólympíuleika, þarfnast ýmislegt endurskoðunar. Hvers vegna að skrá karlalandsliðið í knattspyrnu til þátttöku í undankeppni Evrópu- og heimsmeistaramóts? Möguleikinn er lítill sem enginn og úrslitin yfirleitt vonbrigði á vonbrigði ofan. Ég verð þó sá síðasti til að stinga upp á því enda vangaveltan jafnfáránleg og fyrirsögn þessa pistils. Ólympíufarar Íslands hafa unnið fyrir þátttökurétti sínum á leikunum og hvort sem þeim tekst vel upp eða ekki er engin ástæða til að velta fyrir sér rétti þeirra á þátttöku. Auðvitað eru það vonbrigði í þeim tilfellum sem rjómi íslensks íþróttafólks stendur ekki undir, oft miklum og stundum óraunhæfum, væntingum. Bæði fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk en ennþá frekar fyrir afreksfólkið sjálft sem þráir ekkert heitar en að standa sig vel fyrir land og þjóð.
Pistillinn Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Leik lokið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ Sjá meira