Sport

Ásdís og Bergur Íslandsmeistarar

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari og Bergur Ingi Pétursson sleggjukastari urðu Íslandsmeistarar án mikillar fyrirhafnar á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer á Laugardalsvelli um helgina.

Ásdís kastaði best 60,54 metra en Vigdís Guðjónsdóttir varð önnur með 42,11 metra.

Bergur Ingi lét sér duga eitt gilt kast til að klára sleggjuna en fyrstu tvö köstin hans voru ógild. Hann kastaði þá 56,17 metra. Hilmar Örn Jónsson varð annar með 54,94 metra. Bergur hefur verið meiddur og var ansi langt frá sínu besta enda hefur hann kastað tæplega 75 metra.

Kristbjörg Helga Ingvadóttir vann sleggjukast kvenna með kasti upp a´46,08 metra. Aðalheiður María Vigfúsdóttir varð önnur en hún kastaði 45,73 metra.

Einar Daði Lárusson varð Íslandsmeistari í 110 metra grindahlaupi karla og Fjóla Signý Hannesdóttir sigraði í 100 metra grindahlaupi kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×