Innlent

Ísland sem miðpunktur vitundarvakningar um bráðnun jökla

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ísland gæti orðið miðpunktur alþjóðlegrar vitundarvakningar um bráðnun jökla. Þetta segir framkvæmdastjóri íslensks umhverfisverkefnis sem vakið hefur mikla athygli víða um heim.

Verkefnið heitir Vox Natuare eða rödd náttúrunnar en að því koma fjölmargir aðilar, íslenskir sem og erlendir. Teymi listamanna starfar að hönnun sýningar þar sem Svínafellsjökull verður lýstur upp og hljóð sem jökullinn gefur frá sér verður notað sem grunnur í tónlist sýningarinnar sem verður haldin í september á næsta ári.

Bergljót Arnalds, rithöfundur og listamaður, er tónlistarstjóri verkefnisins en Sagafilm gerði kynningarmyndbandið.

Markmið verkefnisins er að vekja athygli og skapa umræðu um bráðnun jökla og hlýnun jarðar. Framkvæmdastjóri verkefnisins segir að þessa óhefðbundna nálgun hafi þegar vakið mikla athylgi víða um heim.

„Við erum ekki eins og hver önnur ráðstefna, að deila upplýsingum sem hefur ákveðinn en takmörkuð áhrif heldur höfða til tilfinninga. Og með því að nota listir og náttúru þá höfum við möguleika að koma þessum sterku skilaboðum á framfæri."

Fjölmargir aðilar og alþjóðlegar stofnanir hafa lýst yfir áhuga að koma að verkefninu, þar á meðal alþjóðabankinn og Global water parntership. Hugmyndin sé að gera ísland að miðpunkti umræðunnar.

„Það er í raun enginn staður í heiminum sem býður upp á þennan aðgang að jöklum sem við höfum hérna á Íslandi. Þannig að Ísland er einstaklega vel sett til að segja þá sögu af þeim breytingum sem er að gerast. Ísinn er hitamælir jarðarinnar, við búum í nágrenni við þennan ís. Þannig að við höfum, hæfileika, möguleika og kannski ábyrgð til að koma þessum skilaboðum á framfæri."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×