Fótbolti

Arsenal meistari í Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna hér titlinum.
Leikmenn Arsenal fagna hér titlinum. Mynd/AFP
Arsenal, eða Arsenal de Sarandí eins og það heitir, varð í gær argentínskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Arsenal tryggði sér sigur í deildinni með því að vinna 1-0 sigur á Belgrano de Córdoba í lokaumferðinni.

Það var varnarmaðurinn Lisandro López sem skoraði sigurmark Arsenal í leiknum en hann er 22 ára gamall miðvörður sem á að baki tvo landsleiki fyrir Argentínu.

Arsenal náði í 38 stig úr 19 leikjum, vann ellefu leiki og tapaði aðeins þremur. Tigre varð í öðru sæti, tveimur stigum á eftir en Tigre gerði 2-2 jafntefli við Independiente í lokaumferðinni.Fráfarandi meistarar í Boca Juniors enduðu í 3. sæti, fimm stigum á eftir Arsenal-liðinu.

Bræðurnir Héctor og Julio Humberto Grondona stofnuðu félagið undir sterkum áhrifum frá Arsenal í Englandi. Félagið hefur aðsetur í Avellaneda Partido sem úthverfi Buenos Aires.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×