Fótbolti

Thon líkir Hummels við Beckenbauer

Hummels er hér að pakka Postiga saman.
Hummels er hér að pakka Postiga saman.
Þýska goðsögnin Olaf Thon er afar sáttur við frammistöðu landa síns, Mats Hummels, á EM og hann hrósar honum, sem og Mario Gomez, í hástert.

"Ég held að Hummels geti orðið besti varnamaður mótsins og Gomez besti sóknarmaðurinn," sagði Thon en hann sparar ekki hrósið á miðvörðinn unga en Hummels er 23 ára.

"Það kemur mér ekki á óvart hvað hann hefur tekið stórstígum framförum. Hann hefur einstaka hæfileika og minnir mig um margt á Franz Beckenbauer. Hann mun læra mikið á þessu móti og eftir 2-3 ár verður hann orðinn leiðtogi liðsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×