Fótbolti

Tékkar efstir í A-riðli | Grikkir einnig í 8-liða úrslit

Leikmenn Tékklands fagna hér markinu sem Petr Jirácek skoraði.
Leikmenn Tékklands fagna hér markinu sem Petr Jirácek skoraði. Getty Images / Nordic Photos
Petr Jirácek tryggði Tékkum 1-0 sigur gegn Pólverjum í lokaumferð A-riðils Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta í kvöl. Með sigrinum tryggðu Tékkar sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Grikkir fóru áfram úr þessum riðli með 4 stig. Rússar fengu einnig 4 stig en það dugði ekki til og gestgjafar Póllands enduðu í neðsta sæti riðilsins með 2 stig.

Boltavakt Vísis var með beina lýsingu frá viðureign Tékklands og Póllands í A-riðli á EM 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×