Fótbolti

England - Svíþjóð frestað um stundarfjórðung | Carroll í byrjunarliðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Carroll (til vinstri) og Welbeck (fyrir miðju) leiða sóknarlínu Englands í dag.
Carroll (til vinstri) og Welbeck (fyrir miðju) leiða sóknarlínu Englands í dag. Nordicphotos/Getty
Andy Carroll, leikmaður Liverpool, er í byrjunarliði enska landsliðsins sem mætir Svíum í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í Kænugarði klukkan 19.

Carroll kemur inn í liðið fyrir Alex Oxlade-Chamberlain kantmann Arsenal sem þótti þó komast ágætlega frá leiknum gegn Frökkum sem lauk með 1-1 jafntefli.

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, breytir um leikkerfi frá því gegn Frakklandi. Þá spilað Ashley Young fyrir aftan Danny Welbeck sem var einn í framlínunni.

Koma Carroll inn í byrjunarlið Englendinga gefur liðinu nýja möguleika í sókninni. Carroll er stór og stæðilegur og breskir fjölmiðlar búast við því að Englendingar verði duglegir að senda háa bolta inn á teig Svía.

Leik Englands og Svíþjóðar hefur verið frestað um 15 mínútur eða til klukkan 19. Fyrr í dag þurfti að gera klukkustundarhlé á viðureign Úkraínu og Frakklands í Donetsk í Úkraínu vegna úrhellis og eldinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×