Fótbolti

Hamren stoltur af leikmönnum sínum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hamren á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Englandi
Hamren á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Englandi MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Erik Hamren þjálfari Svíþjóðar gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 3-2 tapið gegn Englandi á Evrópumeistaramótinu í gær. Um miðbik seinni hálfleiks var Svíþjóð með pálmann í höndunum. Olof Mellberg kom Svíþjóð yfir með tveimur mörkum í seinni hálfleik en England tryggði sér sigur með tveimur mörkum á lokakafla leiksins.

"Mín fyrstu viðbrögð eru vonbrigði. Að mínu mati lékum við tvo mjög góða hálfleika, einn allt í lagi hálfleik og einn slakann og við erum án stiga," sagði Hamren eftir leikinn gegn Englandi.

"Við lékum vel, ég er mjög stoltur af leikmönnunum. Við vorum einbeittir og lékum á þann hátt sem ég vildi. England var einfaldlega skilvirkari í sínum leik en við," sagði Hamren.

Svíþjóð mætir Frakklandi í lokaleik sínum á EM á þriðjudag og hefur upp á ekkert að spila nema stoltið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×