Fótbolti

Þjálfari Pólverja sagði upp í beinni eftir tapið gegn Tékkum

Franciszek Smuda.
Franciszek Smuda. AP
Franciszek Smuda þjálfari pólska landsliðsins í knattspyrnu sagði upp störfum strax eftir 1-0 tap liðsins í gær gegn Tékkum á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Póllandi og Úkraínu. Pólland er úr leik og endaði liðið í neðsta sæti A-riðils með aðeins 2 stig. Tékkar og Grikkir komust áfram úr þessum riðli í 8-liða úrslit en Rússar og Pólverjar sátu eftir.

„Það eru 100% líkur á því að þetta hafi verið minn síðasti leikur sem þjálfari, samningurinn rennur út eftir keppnina, ég þakka fyrir mig," sagði Smuda í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Hann hefur stjórnað pólska liðinu frá árinu 2009 en Smuda er 63 ára gamall og hefur mikla reynslu af þjálfun félagsliða í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×