Sport

Ísland með boðsundsveit á ÓL í London

Íslenska boðsundsveitin.
Íslenska boðsundsveitin.
FINA, alþjóðasundsambandið, staðfesti við Sundsamband Íslands í dag að Ísland getur skráð boðsundssveit á Ólympíuleikana London árið 2012.

Þetta er mikill og góður árangur, en í reglum FINA um boðsund á Ólympíuleikum segir: "Á Ólympíuleikum geta einungis 16 lið tekið þátt í hverri boðsundsgrein. Fyrstu 12 sem ljúka keppni á Heimsmeistaramótinu í Shanghai eiga keppnisrétt. Fjögur lið til viðbótar eru valin af FINA."

Síðan segir í bréfi FINA til SSÍ: "Eftir að ljóst var hvaða þjóðir voru í fyrstu 12 sætunum á HM 2011 og eftir að staðfest úrslit frá Evrópumeistaramótinu í Debrecen 2011 höfðu borist til FINA fyrir 31. maí 2012 er ljóst að íslenska liðið hefur áunnið sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London 2012 í 4x 100 metra fjórsundi/boðsundi."

SSÍ hefur þegar ákveðið að taka boðinu. Íslensku sveitina skipa þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eva Hannesdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×