Fótbolti

Real Madrid eða Kína líklegast hjá Drogba

Forráðamenn kínverska liðsins Shanghai Shenhua segjast vinna að því allan sólarhringinn að fá framherjann Didier Drogba til félagsins.

Drogba hefur verið lengi orðaður við félagið og enn sterkar eftir að vinur hans, Nicolas Anelka, ákvað að ganga í raðir félagsins í janúar.

"Við erum að gera okkar besta til þess að fá Drogba. Ég held að allir þjálfarar heims vilji fá Drogba í sitt lið og vonandi gengur þetta upp hjá okkur," sagði Sergio Batista, framkvæmdastjóri félagsins.

Drogba er einnig orðaður við Real Madrid þar sem hann myndi hitta sinn gamla stjóra, José Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×