Fótbolti

Barry ekki með Englendingum á EM | Jagielka kallaður inn

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Barry hefur spilað 53 landsleiki fyrir England og er mikilvægur hlekkur inn á miðju liðsins.
Barry hefur spilað 53 landsleiki fyrir England og er mikilvægur hlekkur inn á miðju liðsins.
Meiðslin sem Gareth Barry, miðjumaður Manchester City og enska landsliðsins varð fyrir í æfingaleiknum gegn Norðmönnum um helgina, munu koma í veg fyrir þáttöku hans á Evrópumótinu í sumar.

Þetta staðfesti Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins nú fyrr í dag en Phil Jagielka, varnarmaður Everton hefur verið kallaður inn í hópinn, en leikmaðurinn sýndi góða frammistöðu gegn Norðmönnum um helgina.

Fjarvera Barry eru mikil vonbrigði fyrir enska landsliðið en hann hefur átt gott tímabil fyrir Manchester City og hefur hann verið mikilvægur hlekkur í enska landsliðinu á undanförnum árum.

Englendingar, sem og aðrar þjóðir, hafa fram á morgundag til þess að staðfesta endanlega leikmannalista sína fyrir Evrópumótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×