Enski boltinn

Dalglish: Þetta var lélegt

Dalglish ókátur á hliðarlínunni í kvöld.
Dalglish ókátur á hliðarlínunni í kvöld.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, reyndi ekki að draga fjöður yfir þá staðreynd að lið hans var arfaslakt gegn Fulham í kvöld.

Dalglish gaf mörgum leikmönnum tækifæri í leiknum þar sem bikarúrslitaleikur er handan við hornið. Þeir leikmenn nýttu ekki tækifærið.

"Þetta var engin frammistaða hjá okkur. Mér fannst sanngjarnt að gefa þessum strákum tækifæri þar sem það er mikilvægur leikur á laugardaginn," sagði Dalglish.

"Þessi frammistaða sem og viðhorf leikmanna var lélegt og ekki líkt okkur að bjóða upp á svona."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×