Innlent

Ægir kom með norska skipið til hafnar í Reykjavík

Varðskipið Ægir kom með norska línuveiðiskipið Toritu í togi til Reykjavíkur undir kvöld í gær, en norski skipstjórinn óskaði eftir aðstoð Gæslunnar eftir að aðalvél skipsins bilaði þegar það var á veiðum undan austurströnd Grænlands á miðvikudag í síðustu viku.

Veður var gott á svæðinu allan tímann og gekk heimferðin vonum framar. Gert verður við vélina í Reykjavík og ráðgerir skipstjórinn að halda veiðiferðinni þá áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×