Innlent

Síðustu hálkublettirnir að hverfa fyrir austan

Síðustu hálkublettirnir hverfa væntanlega af Mjóafjarðarheiði og Fjarðarheiði á Austufjörðum í dag, því eftir kalsaveður eystra að undanförnu hefur myndast hálka á fjallvegum þar.

Enn var hálka á fyrrnefndum tveimur fjallvegum í gærkvöldi, en Veðurstofan spáir að hitinn eystra geti farið upp í allt að 16 stig í dag.

Það fer hinsvegar að hvessa og rigna sunnan- og suðvestanlands um eða upp úr hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×