Innlent

Tveir handteknir fyrir innbrot og árás á húsráðanda

Lögreglan á Suðurnesjum handtók snemma í gærmorgun tvo karlmenn á þrítugsaldri eftir að hópur manna hafði ruðst inn hjá karlmanni á fertugsaldri, með því að brjótast í gegnum framhurð húsnæðisins þar sem hann býr. Að sögn lögreglu leikur grunur á að þeir sem brutust þar inn hafi misþyrmt húsráðandanum, meðal annars barið hann með spýtu sem fannst á vettvangi.

„Lögreglan var kvödd á staðinn rétt fyrir klukkan sex í gærmorgun. Skömmu síðar voru ofangreindir menn handteknir sem grunaðir forsprakkar í málinu, annar á skemmtistað en hinn þar sem hann var á gangi í Reykjanesbæ."

Mennirnir voru færðir á lögreglustöð og yfirheyrðir, en síðan látnir lausir í gærkvöld. Lögreglan rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×