Innlent

Tekinn með 3 kíló af marijúana

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann marijúana við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í dag. Um var að ræða tæplega 3 kílógrömm en marijúanað var ætlað til sölu. Karl um þrítugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.

Í tilkynningu frá lögreglunni er minnt á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×