Innlent

Faldi kannabis í nærklæðunum

Kannabis. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Kannabis. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/úr safni
Lögreglan á Suðurnesjum fann fjóra poka af meintu amfetamíni fyrir utan eldhúsglugga við húsleit í umdæminu um helgina.

Ung kona sem stödd var í íbúðinni kvaðst eiga fíkniefnin og viðurkenndi að hafa hent þeim út um gluggann þegar lögreglan mætti á staðinn.

Þá fannst poki af meintu kannabisefni í nærklæðum konunnar.

Lögreglan haldlagði einnig kylfu sem fannst í húsnæðinu. Húsráðandi veitti mikla mótspyrnu við handtöku að sögn lögreglu og brotnaði hliðarspegill á lögreglubifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×