Innlent

Harpa hættir að merkja stæði sérstaklega fyrir konur

Stjórnendur í Hörpu hafa ákveðið að breyta merkingum í bílakjallara hússins eftir að mikil umræða skapaðist um þau í morgun. Smugan fjallaði um málið en í húsinu hafa verið stæði sem ertu sérstaklega merkt fyrir fatlaða en einnig fyrir konur. Harpan svaraði í dag fyrirspurn Smugunnar á þann hátt að þetta væri þekkt í Evrópu. Konur væru oft óöruggar og að þeim „líði illa í slíkum húsum og þessum stæðum því gjarnan komið fyrir nálægt inngöngum."

Nú hefur Harpa hinsvegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að vegna umræðu um merkingu stæðanna þá verði þessum merkingum breytt þannig að sérstök stæði verði einungis fyrir fatlaða eins og reglur kveða á um. „Síðan verða sérstök stæði merkt fyrir fjölskyldufólk með barnavagna sem auðveldar aðgengi að húsinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×