Innlent

Segir verslun hafa stórminnkað þegar umferð var bönnuð á Laugaveginum

„Það hefur komið í ljós að verslun dróst saman um 10 til 20 prósent hjá ýmsum umsvifamiklum verslunum í júlí miðað við árið áður en aukning varð svo aftur í ágúst miðað við sama mánuð árinu fyrr," segir Björn Jón Bragason, talsmaður kaupmanna við Laugaveg sem vitnar þarna til verslana sem voru á Laugaveginum þegar umferð þar var lokað í júlí á síðasta ári.

Í viðtali í Reykjavík síðdegis segir hann frá því hvernig samtökin Miðborgin okkar hefur mótmælt lokun Laugavegs næstkomandi júlí líkt og gert var á síðasta ári, en hann telur það skaðlegt fyrir verslanir á þessari frægu götu.

Björn Jón segir ennfremur að fyrirhuguð hækkun á bílastæðagjöldum í miðbænum slæma hugmynd og bendir í því samhengi á aðrar borgir erlendis sem hafa einmitt kappkostað við að lækka þessi gjöld eða fella þau alveg niður. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×