Tíu tilkynningar um kynferðismisnotkun eftir þrjár brúðusýningar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. apríl 2012 19:00 Brúðuleikhús Blátt Áfram mun á næstu misserum fræða öll átta ára börn í grunnskólum landsins um kynferðislegt ofbeldi. Í einum skóla sem leikhúsið heimsótti komu upp tíu barnaverndarmál eftir þrjár sýningar. Brúðuleikhús Blátt áfram hefur verið við störf frá árinu 2005 en sýning leikhússins Krakkarnir í hverfinu er forvarnarfræðsla fyrir börn gegn líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. „Það eru meters háar brúður sem Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sjá um og brúðurnar tala við börnin og segja þeim frá því að þær hafi orðið fyrir ofbeldi og hvernig þær fengu hjálp," segir Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram. Stjórnvöld undirrituðu í gær þriggja ára samkomulagi um vitunarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Fyrsta skref átaksins er að fræða börn í skólum landsins og mun brúðuleikhúsið heimsækja 2. bekk allra grunnskóla á landinu. „Þannig að þau börn sem eru að verða fyrir ofbeldi þau átta sig á því í rauninni hvað er að gerast og þau rétta oft upp hönd og segja: það er verið að gera svona við mig," segir Sigríður. Sigríður segir að sláandi mörg mál hafi komið upp í kjölfar sýningarinnar. „Til dæmis í einum skóla vorum við með þrjár sýningar og það komu tíu tilkynningar til barnaverndar í kjölfarið en við sáum að börn þráðu að fá að segja frá og fá tækifæri til að greina frá þessum upplýsingum," segir Sigríður. Hún segir foreldra eiga erfitt með að fræða börn um þessi mál og því hjálpi sýningin við að koma umræðunni af stað. „Við auðvitað erum ekki að setja ábyrgðina á börnin hérna heldur erum við að gefa þeim verkfæri alveg eins og við kennum þeim umferðarreglur og sund og slíkt," segir Sigríður að lokum. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Brúðuleikhús Blátt Áfram mun á næstu misserum fræða öll átta ára börn í grunnskólum landsins um kynferðislegt ofbeldi. Í einum skóla sem leikhúsið heimsótti komu upp tíu barnaverndarmál eftir þrjár sýningar. Brúðuleikhús Blátt áfram hefur verið við störf frá árinu 2005 en sýning leikhússins Krakkarnir í hverfinu er forvarnarfræðsla fyrir börn gegn líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. „Það eru meters háar brúður sem Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sjá um og brúðurnar tala við börnin og segja þeim frá því að þær hafi orðið fyrir ofbeldi og hvernig þær fengu hjálp," segir Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram. Stjórnvöld undirrituðu í gær þriggja ára samkomulagi um vitunarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Fyrsta skref átaksins er að fræða börn í skólum landsins og mun brúðuleikhúsið heimsækja 2. bekk allra grunnskóla á landinu. „Þannig að þau börn sem eru að verða fyrir ofbeldi þau átta sig á því í rauninni hvað er að gerast og þau rétta oft upp hönd og segja: það er verið að gera svona við mig," segir Sigríður. Sigríður segir að sláandi mörg mál hafi komið upp í kjölfar sýningarinnar. „Til dæmis í einum skóla vorum við með þrjár sýningar og það komu tíu tilkynningar til barnaverndar í kjölfarið en við sáum að börn þráðu að fá að segja frá og fá tækifæri til að greina frá þessum upplýsingum," segir Sigríður. Hún segir foreldra eiga erfitt með að fræða börn um þessi mál og því hjálpi sýningin við að koma umræðunni af stað. „Við auðvitað erum ekki að setja ábyrgðina á börnin hérna heldur erum við að gefa þeim verkfæri alveg eins og við kennum þeim umferðarreglur og sund og slíkt," segir Sigríður að lokum.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira