Enski boltinn

Fjórir svikarar í Preston-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Sheffield Wednesday fagna hér öðru marka sinna í leiknum.
Leikmenn Sheffield Wednesday fagna hér öðru marka sinna í leiknum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn ensku deildarkeppninnar ætla ekki að aðhafast neitt í máli fjögurra leikmanna Preston sem eru sakaðir um að hafa um helgina lekið upplýsingum um taktík liðsins til mótherja Preston í Sheffield Wednesday.

Sheffield Wednesday vann Preston 2-0 í þessum leik um helgina og stjórnarformaður Preston, Peter Ridsdale, hefur staðfest það að leikmenn liðsins hafi lekið leikaðferð og liðsuppstillingu Preston yfir í herbúðir Wednesday.

Gary Madine skoraði bæði mörk Sheffield Wednesday í leiknum á laugardaginn en Graham Westley, stjóri Preston, hraunaði yfir umrædda leikmenn á blaðamannafundi strax eftir leikinn.

Forráðmenn ensku deildarinnar líta hinsvegar á þetta sem innanhússmál og mál sem forráðamenn Preston North End verða að taka á sjálfir.

Preston hefur aðeins unnið 2 af 15 leikjum sínum undir stjórn Graham Westley síðan að hann tók við áramótin og Preston er nú aðeins sex stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×