Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um slakt gengi Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Sigurbjörn Hreiðarsson fóru yfir stöðuna hjá Liverpool í Sunnudagsmessunni. Slakt gengi liðsins hefur vakið athygli og margir efast um að Kenny Dalglish sé rétti maðurinn fyrir liðið.

Liverpool tapaði 2-0 á móti Newcastle um helgina þar sem að liðið endaði leikinn með útileikmann í markinu eftir að Pepe Reina fékk rauða spjaldið.

„Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég er nú Poolari og þetta er með ólíkindum. Það stendur ekki steinn yfir steini og mér finnst bara vanta gæði í þetta lið," sagðði sagði Sigurbjörn Hreiðarsson meðal annars í Sunnudagsmessunni en það er hægt að sjá myndbrot um þessa umræðu með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×