Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Hjörvar með góð ráð til markvarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörvar Hafliðason brá sér í þjálfarahlutverkið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar fór hann yfir nokkur atriði sem markverðir þurfa að hafa á hreinu og Hjörvar sýndi góða takta enda er hann þaulreyndur markvörður sjálfur.

„Paddy Kenny gerir þarna slæm mistök og ég ætla að sýna ykkur það sem hann gerði rangt," sagði Hjörvar um markið sem Paddy Kenny fékk á sig á móti Arsenal um helgina. Hjörvar stökk síðan fram á gólf og tók upp bolta. Sjón er síðan sögu ríkari.

Það er hægt að sjá myndbrot með kennslstund Hjörvars úr Sunnudagsmessunni með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×