Fótbolti

Thierry Henry hefur gert sjö mörk í fyrstu fimm leikjum Red-Bulls

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thierry Henry horfir hér á eftir boltanum í netið.
Thierry Henry horfir hér á eftir boltanum í netið. Mynd. / Getty Images
Thierry Henry hefur byrjað vel í bandaríksku MLS-deildinni í knattspyrnu og skorað sjö mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins.

Red Bull vann virkilega sannfærandi sigur á Columbus Crew 4-1 en leikurinn fór fram á heimavelli Columbus Crew. Í kvöld gerði Henry tvö mörk fyrir Red Bulls en Kenny Cooper skoraði einnig tvö mörk fyrir félagið. Chad Marshall gerði eina mark Columbus Crew í leiknum.

Íslendingurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á varamannabekknum allan leikinn en hann gekk í raðir Red Bulls snemma á þessu ári. Red Bulls er í öðru sæti Austurdeildarinnar með níu stig. Kansas City er í efsta sætinu með 12 stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×