Fótbolti

Phillip Cocu vann stóran titil með PSV eftir aðeins 28 daga í starfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Phillip Cocu gerði PSV Eindhoven að hollenskum bikarmeisturum í dag aðeins 28 dögum eftir að þessi fyrrum landsliðsmaður Hollendinga tók við liðinu. PSV vann Heracles Almelo 3-0 í bikarúrslitaleiknum.

Phillip Cocu, sem er einnig aðstoðarþjálfari Bert van Marwijk hjá hollenska landsliðinu, tók við liðinu af Fred Rutten sem var rekinn í mars.

„Ég lít ekki svo á að ég hafi náð þessum árangri einn því Rutten á sinn hluta í þessum bikar," sagði Phillip Cocu eftir leikinn.

Svíinn Ola Toivonen kom PSV í 1-0 á 31. mínútu, Belginn Dries Mertens bætti við öðru marki með skalla á 56.mínútu og skömmu síðar innsiglaði Jeremain Lens sigurinn með laglegri vippu.

Þetta var níundi bikarmeistaratitil PSV Eindhoven en jafnframt sá fyrsti síðan 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×