Þurfum að stíga varlega til jarðar varðandi vopnaða lögreglu Höskuldur Kári Schram skrifar 29. apríl 2012 19:00 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er tilbúinn að skoða hugmyndir um að lögreglan fái auknar heimildir til vopnaburðar. Hann segist skilja áhyggjur lögreglumanna í harðnandi ofbeldisheimi. Lögreglumenn vilja fá heimild til að ganga um með rafbyssur og hafa skammbyssur í lögreglubílum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Landssamband lögreglumanna lét gera nýlega en greint var frá málinu í fréttum stöðvar tvö í gær. „Þetta kemur út úr þessari könnun að það er almennur vilji og mikill meirihluta vilji lögreglumanna að þetta sé gert. þetta kostar allt peninga og kostar mikla og skipulagða þjálfun og átak í þjálfun lögreglumanna það er annað sem kom fram í þessari könnun að það þarf að gera það hvort eð er hvort sem að þessi leið yrði farin eða ekki," sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist vera tilbúinn að skoða þessar hugmyndir en ráðuneytið hefur ekki fengið formlegt erindi frá lögreglumönnum vegna málsins. „Ég skil mjög vel áhyggjur lögreglumanna í harðnandi ofbeldisheimi og ekki viljum við hafa lögregluna óvarða. Og ófæra um að bera hönd fyrir höfuð sér gagnvart vopnuðum ofbeldismönnum. ég minni þó á að víkingasveitin hefur vopn undir höndum og síðan er það sitthvað að lögreglan almennt sé með vopn, beri vopn eða hafi aðgang að vopnum," segir Ögmundur. Hugmyndin um að hafa skammbyssur lögreglubílum byggir á norskri fyrirmynd. Vopnin eru geymd í sérstakri hirslu sem er fest í bílinn og tryggilega læst. „Og jafnvel er hægt að hugsa sér það t.d. ef það er verið að skoða þessa leið hér að þetta yrði ekki opnað og ekki hægt að opna nema með einhverjum aðgangskóðum frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar eða eitthvað þvíumlíkt, það er alls kyns tækniútfærslur á því," útskýrir Snorri. Ögmundur segir þó mikilvægt að stíga varlega til jarðar í málinu. „Ástæðan fyrir því að menn hafa vilja fara varlega er að vopn kalla á vopn," segir Ögmundur. Þannig að þú óttast að ef lögreglan fer að ganga um með skammbyssur þá muni glæpamenn líka fara ganga um með skammbyssur? „Það er sú röksemd sem teflt hefur verið fram til þessa, ekki bara af minni hálfu heldur af hálfu lögreglunnar líka," svarar Ögmundur. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er tilbúinn að skoða hugmyndir um að lögreglan fái auknar heimildir til vopnaburðar. Hann segist skilja áhyggjur lögreglumanna í harðnandi ofbeldisheimi. Lögreglumenn vilja fá heimild til að ganga um með rafbyssur og hafa skammbyssur í lögreglubílum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Landssamband lögreglumanna lét gera nýlega en greint var frá málinu í fréttum stöðvar tvö í gær. „Þetta kemur út úr þessari könnun að það er almennur vilji og mikill meirihluta vilji lögreglumanna að þetta sé gert. þetta kostar allt peninga og kostar mikla og skipulagða þjálfun og átak í þjálfun lögreglumanna það er annað sem kom fram í þessari könnun að það þarf að gera það hvort eð er hvort sem að þessi leið yrði farin eða ekki," sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist vera tilbúinn að skoða þessar hugmyndir en ráðuneytið hefur ekki fengið formlegt erindi frá lögreglumönnum vegna málsins. „Ég skil mjög vel áhyggjur lögreglumanna í harðnandi ofbeldisheimi og ekki viljum við hafa lögregluna óvarða. Og ófæra um að bera hönd fyrir höfuð sér gagnvart vopnuðum ofbeldismönnum. ég minni þó á að víkingasveitin hefur vopn undir höndum og síðan er það sitthvað að lögreglan almennt sé með vopn, beri vopn eða hafi aðgang að vopnum," segir Ögmundur. Hugmyndin um að hafa skammbyssur lögreglubílum byggir á norskri fyrirmynd. Vopnin eru geymd í sérstakri hirslu sem er fest í bílinn og tryggilega læst. „Og jafnvel er hægt að hugsa sér það t.d. ef það er verið að skoða þessa leið hér að þetta yrði ekki opnað og ekki hægt að opna nema með einhverjum aðgangskóðum frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar eða eitthvað þvíumlíkt, það er alls kyns tækniútfærslur á því," útskýrir Snorri. Ögmundur segir þó mikilvægt að stíga varlega til jarðar í málinu. „Ástæðan fyrir því að menn hafa vilja fara varlega er að vopn kalla á vopn," segir Ögmundur. Þannig að þú óttast að ef lögreglan fer að ganga um með skammbyssur þá muni glæpamenn líka fara ganga um með skammbyssur? „Það er sú röksemd sem teflt hefur verið fram til þessa, ekki bara af minni hálfu heldur af hálfu lögreglunnar líka," svarar Ögmundur.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira