Enski boltinn

Man. City marði stig gegn Sunderland | Arsenal missteig sig líka

Eftir að hafa verið nær meðvitundarlausir í 85 mínútur risu leikmenn Man. City upp á afturlappirnar og nældu í stig gegn Sunderland í leik sem virtist vera tapaður.

Sunderland var komið í 1-3 forystu og nákvæmlega ekkert að gerast hjá City. Þá skoraði Mario Balotelli mark sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það mark kveikti í City-liðinu og Kolarov jafnaði leikinn tveim mínútum síðar. Í báðum mörkum stóð markvörður Sunderland sem steinrunninn í markinu. Mögnuð endurkoma engu að síður.

Man. Utd er því með tveggja stiga forskot í deildinni og getur aukið forskotið í fimm stig takist liðinu að leggja Blackburn af velli á mánudagskvöld.

Leikmenn City voru arfaslakir í dag og ekki sjálfum sér líkir. Stemningin léleg og til marks um það var Mario Balotelli til í að slást við félaga sína er rifist var um hver ætti að taka aukaspyrnu í seinni hálfleik.

Sunderland-liðið lék aftur á móti mjög vel. Larsson með tvö góð mörk og Bendtner skoraði glæsilegt skallamark og lagði upp þriðja markið fyrir Larsson. Það var þó dapurt hjá þeim að hleypa City aftur inn í leikinn.

Chelsea vann síðan magnaðan sigur á Aston Villa á meðan Arsenal gaf eftir og tapaði stigum gegn QPR.

Úrslit:

QPR-Arsenal 2-1

1-0 Adel Taarabt (21.), 1-1 Theo Walcott (37.), 2-1 Samba Diakite (66.)

Aston Villa-Chelsea 2-4

0-1 Daniel Sturridge (9.), 0-2 Branislav Ivanovic (50.), 1-2 James Collins (77.), 2-2 Eric Lichaj (80.), 2-3 Branislav Ivanovic (82.), 2-4 Fernando Torres (90.+2)

Everton-WBA 2-0

1-0 Gareth McAuley, sjm (17.), 2-0 Victor Anichebe (67.)

Fulham-Norwich 2-1

1-0 Clint Dempsey (1.), 0-2 Damien Duff (12.), 1-2 Aaron Wilbraham (77.)

Man. City-Sunderland 3-3

0-1 Sebastian Larsson (31.), 1-1 Mario Balotelli, víti (42.), 1-2 Nicklas Bendtner (45.+4), 1-3 Sebastian Larsson (55.), 2-3 Mario Balotelli (85.), 3-3 Aleksandar Kolarov (87.)

Wigan-Stoke 2-0

1-0 Antolin Alcaraz (55.), 2-0 Victor Moses (90.+3)

Wolves-Bolton 2-3

1-0 Michael Knightley (53.), 1-1 Martin Petrov, víti (63.), 1-2 Marcos Alonso (80.), 1-3 Kevin Davies (83.), 2-3 Matt Jarvis (88.).

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×