Enski boltinn

Terry verður ekki með gegn Man. City

John Terry, fyrirliði Chelsea, verður fjarri góðu gamni þegar hans lið mætir Man. City í enska boltanum annað kvöld.

Terry meiddist í Meistaradeildarleiknum gegn Napoli og er þegar búinn að missa af einum leik vegna meiðslanna.

"Það er of snemmt fyrir hann að spila núna. Hann er samt á góðum batavegi og hraðari en við bjuggumst við," sagði Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea.

Terry ætti þó að vera klár í slaginn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×