Fótbolti

Celtic skoskur meistari 2012 | hefur 21 stiga forskot á Rangers

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Celtic fagna hér í dag.
Leikmenn Celtic fagna hér í dag. Mynd. Getty Images
Celtic varð í dag skoskur meistari í knattspyrnu þegar þeir gjörsigruðu Kilmarnock, 6-0, á útivelli.

Charles Mulgrew og Gary Hooper gerði báðir tvö mörk hvor fyrir Celtic í leiknum. Glenn Loovens og Joe Ledley gerðu sitt markið hvor.

Celtic hefur því 81 stig á toppi deildarinnar en Rangers er í öðru sæti 21 stigi á eftir toppliðnu. Magnaður árangur hjá Celtic og kórónar frábært tímabil fyrir þá.

„Þetta er ástæðan fyrir allri vinnunni í vetur og með ólíkindum að toppa svona frábært tímabil með stórleik eins og í dag," sagði Kris Commons, leikmaður Celtic, strax eftir leikinn.

„Við ætlum samt sem áður að halda einbeitingu út tímabilið og vinna að lokum tvöfalt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×