Innlent

Hestarnir ómeiddir

Ökumaður jeppa, sem var með hestakerru í eftirdragi, missti stjórn á bíl sínum klukkan rúmlega níu í kvöld í grennd við Grundartanga. Bíllinn valt nokkrar veltur en ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli og eru hestarnir einnig taldir hafa sloppið ómeiddir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var hálka á veginum. Fjarlægja þurfti jeppann með kranabifreið en hann er talinn vera ónýtur, sem og hestakerran. Komið var með aðra hestakerru til að ferja hestana í burtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×