Fótbolti

Lennon skoraði fimm mörk á móti KR | Fram Reykjavíkurmeistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Lennon.
Steven Lennon. Mynd/Daníel
Steven Lennon var í miklu stuði í kvöld þegar Fram tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn eftir 5-0 stórsigur á Íslands- og bikarmeisturum KR í úrslitaleik mótsins í Egilshöllinni. Lennon skoraði öll fimm mörkin þar af þrjú þeirra í fyrri hálfleiknum.

Framarar voru þarna að vinna sinn fyrsta titil í sex ár eða síðan að þeir urðu Reykjavíkurmeistarar síðast árið 2006. Framliðið var í miklu stuði í kvöld og fóru afar illa með KR.

Steven Lennon skoraði tvö mörk á fyrstu fjórum mínútunum þar af það seinna eftir skelfileg varnarmistök. Hann innsiglaði síðan þrennuna sína þegar hann slapp einn í gegn á 38. mínútu.

Lennon var ekki hættu því hann skoraði fjórða markið sitt á 54. mínútur og fimmta markið hans kom síðan tíu mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×