Fótbolti

Ísland í 103. sæti á FIFA-listanum

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands.
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands. mynd/vilhelm
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, gaf út nýjan styrkleikalista í morgun og er íslenska karlalandsliðið í 103. sæti á nýja listanum.

Ísland fer því upp um eitt sæti frá síðasta lista. Ísland á enn eftir að spila landsleik á þessu ári. Fram undan eru þó tveir vináttulandsleikir í þessum mánuði.

Spánn er sem fyrr á toppnum en á eftir þeim koma Þýskaland, Holland og Úrúgvæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×